Björk með þrjá stigameistara af fjórum

  • 10. maí, 2017

Formlegri keppnisvertíð Fimleikasambands Íslands laus um helgina þegar GK meistaramótið fór fram í Gerplu.

Á mótinu er keppt í frjálsum æfingum og þar eru krýndir GK meistarar í fullorðins og unglingaflokkum beggja kynja en einnig stigameistarar FSÍ.

Stigameistarar eru þeir keppendur sem staðið hafa sig best yfir veturinn og fengið samtals flest stig á mótum Fimleikasambandsins.

Greinilegt er að vinna vetrarins hefur ekki verið til einskis, því þrír af fjórum stigameisturum koma frá  Fimleikafélaginu Björk.

Í karlaflokki var Stefán Ingvarsson stigameistari, í drengjaflokki varð það Breki Snorrason og í stúlknaflokki Margrét Lea Kristinnsdóttir, öll frá Björk en í kvennaflokki varð Agnes Suto úr Gerplu hlutskörpust.

Frábær árangur hjá keppendunum okkar:)