Upphaf vorannar 2018

  • 3. janúar, 2018

Nú fer að líða að því að ný önn hefjist hjá öllum deildum félagsins.

Vorönnin hefst mánudaginn 8. janúar og er gert ráð fyrir að flestir hópar haldi sér án breytinga.  Skrifstofa mun senda út tölvupóst til upplýsinga fyrir aðstandendur.

Hafnarfjarðarbær hefur nú hækkað frístundastyrkinn úr kr. 3000 á mánuði á barn í kr. 4000 á mánuði á barn og býður nú upp á þann möguleika að forráðamenn geta deilt styrknum á fleiri greinar.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu í síma 4 160 160 eða í gegnum tölvupóst á fbjork@fbjork.is