Ný stjórn fimleikadeildar

  • 15. apríl, 2019

Aðalfundur fimleikastjórnar var haldinn mánudaginn 25. mars 2019 og var þá kosið í nýja stjórn. Maríanna Finnbogadóttir lét af störfum sem formaður fimleikadeildar en einnig fóru úr stjórn Silja Stefánsdóttir og Silja Birgisdóttir. Við þökkum þeim kærlega fyrir störf í fimleikastjórn og óskum þeim velfarnaðar. Ágústa I. Arnardóttir bauð sig fram í embætti formanns fimleikastjórnar og var hún kosin nýr formaður fimleikastjórnar. Geirþrúður Guttormsdóttir, Karólína Valtýsdóttir og Elín Þráinsdóttir buðu sig áfram til setu í stjórn. Elín Hilmarsdóttir og Íris Ragnarsdóttir voru kosnar nýjar inn í stjórn og bjóðum við þær velkomnar. Fundargerð aðalfundar fimleikastjórnar má nálgast á heimasíðu Bjarkanna.

 

Fimleikastjórn árið 2019-2020

Ágústa I. Arnardóttir, formaður fimleikastjórnar

Geirþrúður Guttormsdóttir, varaformaður

Elín Þráinsdóttir,ritari

Karólína Valtýsdóttir

Elín Hilmarsdóttir

Íris Ragnarsdóttir