Íþróttafólk ársins 2019

  • 6. janúar, 2020

Fimmtudaginn 19. desember síðastliðinn fór fram viðurkenningarhátíð Fimleikafélagsins Bjarkar. Íþróttafólk Bjarkanna þetta árið urðu Guðrún Edda Min Harðardóttir, fimleikakona og Leo Anthony Speight, taekwondomaður.

Klifurfólk ársins 2019 voru þau Gabríela Einarsdóttir og Óðinn Arnar Freysson.

Taekwondokona og maður ársins 2019 voru kosin þau Isabella Alexandra Speight og Leo ANthony Sheight.

Fimleikakona og maður ársins 2019 voru þau Guðrún Edda Min Harðardóttir og Breki Snorrason þar sem þau hlutu flest stig í því vali.

Hér fyrir neðan má sjá stigagjöf sem farið er eftir í valinu en ákveðið var að taka mið af þátttöku í mótum hérlendis, erlendis sem og landsliðsverkefnum. Gengi á þeim mótum vegur einnig þungt í vali á fimleikafólkinu. Með þessu stigakerfi hefur Fimleikafélagið Björk lagt grunn að því að hægt sé að bera saman þær íþróttir sem stundaðar eru innan Bjarkanna og velja í framhaldi Íþróttakonu og íþróttamann.

Val á fimleikakonu manni 2019

Tafla-fyrir-val-á-fimleikakonu-manni-Bjarkanna