Tilkynning vegna COVID-19
Í ljósi samkomubanns stjórnvalda og takmarkana sem því fylgir ásamt leiðbeiningum frá ÍSÍ verða engar æfingar í Íþróttamiðstöðinni Björk fram yfir Páska.
Hlutirnir eru fljótir að breytast þessa dagana og óljóst hvernig næstu vikur verða. Þessar forsendur geta því breyst á skömmum tíma og verða í reglulegri endurskoðun.
Miðað við þær takmarkanir sem hafa verið settar á er ómögulegt að halda úti starfi í húsinu og tökum því ákvarðanir með almannahagsmuni í huga.
Við hvetjum iðkendur til að huga að heilsunni og hreyfa sig á meðan æfingar liggja niðri.
Við trúum því að ef við stöndum saman, vöndum okkur og fylgjum þeim tilmælum sem gefin eru út, muni þetta ástand ganga hratt yfir.