Breytingar vegna sóttvarnaraðgerða

  • 7. október, 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn,

Gleðifréttir😊

Æfingar hjá yngri hópum félagsins (2005 og yngri) halda áfram. Æfingar eru því skv. stundaskrá í dag sem og næstu daga. Við biðjum foreldra um að taka upplýsta ákvörðun um það hvort það kjósi að senda barn sitt á æfingu eða ekki. Eins og áður erum við heima ef við finnum fyrir einkennum flensu.

Mikilvægt er að halda í rútínu barna eins og kostur er og góð hreyfing bætir andlega og líkamlega heilsu. Hér innanhúss eru allir að gera sitt besta til þess að við getum haldið starfinu gangandi.

Áfram Björk