Lokun íþróttamannvirkja

  • 20. október, 2020

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið ákvörðun um að loka öllum íþróttamannvirkjum næstu tvær vikurnar, sjá meðfylgjandi fréttatilkynningu. Því munu allar æfingar félagsins falla niður næstu tvær vikur eða á meðan lokunin er í gildi. Þessi ákvörðun verður þó endurskoðuð að viku liðinni í takt við álit sóttvarnalæknis.

Á því tímabili sem æfingar liggja niðri munu þjálfarar senda hópum æfingar til þess að gera heima. Eins mun félagið finna leið til þess að koma á móts við foreldra/forráðamenn vegna lokunar, meira um það síðar.

Nú reynir á ykkur að viðhalda áhuga á fimleikum og okkur þjálfarana að senda þeim spennandi æfingar og áskoranir þar til við hittumst á ný.

Hlökkum til að hitta ykkur öll, sýnum samstöðu og hugsum um hvort annað.

Fréttatilkynning Almannavarna

Áfram Björk💙