Allt íþróttastarf fellur niður til 17. nóvember nk.

  • 30. október, 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn og iðkendur,

Því miður er ástandið í þjóðfélaginu þannig að öll íþróttaiðkun verður stöðvuð til 17.nóvember hið minnsta.

Eins og við vitum svo vel er hreyfing gríðarlega mikilvæg fyrir góða andlega heilsu. Við höldum því ótrauð áfram með heimaæfingar af kappi og komumst í gegnum þetta saman.

Varðandi framhaldið og þann tíma sem hlé hefur verið á æfingum munum við senda frekari upplýsingar þegar þær liggja fyrir. Við bíðum upplýsinga frá íþróttahreyfingunni og sveitarfélaginu.

Nýtum nærumhverfið okkar til hreyfingar og útivistar, hlúum að okkur og höldum í gleðina.
Áfram Björk