Foreldraráð
Foreldraráð
– er ráð foreldra og forráðamanna iðkenda í meistara- og keppnishópum hjá Fimleikafélagsinu Björk. Meginmarkmið foreldraráðsins er að styðja við iðkendur í þessum hópum.
Starfsreglur
Foreldraráðið skal skipað 8 – 10 foreldrum/forráðamönnum úr meistara- og keppnishópum og skal hver hópur eiga tvo fulltrúa í ráðinu. Starfið hefst í september með sameiginlegum fundi fimleikastjórnar, foreldraráðs og yfirþjálfara. Á þeim fundi er skipað í ráðið til eins árs í senn og farið yfir verkefni komandi starfsárs.
Hlutverk foreldraráð eru:
- Að standa vörð um hagsmuni iðkenda í meistara- og keppnishópum.
- Að stuðla að aukinni vellíðan iðkenda bæði í sal og utan hans.
- Að efla samskipti milli iðkenda og foreldra annars vegar og stjórnenda og þjálfara hins vegar.
- Að stuðla að betri árangri í starfi fimleikadeildarinnar.
Verkefni foreldraráðs á hverju starfsári:
- Stendur fyrir a.m.k. tveimur sameiginlegum skemmti- og hópeflisdögum fyrir iðkendur.
- Stendur árlega fyrir a.m.k. einu fræðslukvöldi fyrir foreldra og/eða iðkendur.
Einnig kemur foreldraráðið eftir aðstæðum hverju sinni og í samvinnu við aðra foreldra að eftirfarandi verkefnum:
- Mótum og öðrum viðburðum félagsins.
- Æfinga- og keppnisferðum.
- Sjoppurekstri og öðrum fjáröflunum.