Skráning

Í klifri er raðað í hópa eftir aldri og getu. Þess vegna er ekki hægt að vera með opna skráningu og verða forráðamenn því að forskrá iðkendur í klifur.

Forskráning kostar ekki neitt og er ekki bindandi. Hún lýsir fyrst og fremst áhuga á að vera í viðkomandi íþrótt og gefur félaginu allar upplýsingar til að hafa samband til að upplýsa fólk um framhaldið.
Út frá forskráningu er raðað í hópa. Þegar iðkandi er kominn með pláss fá forráðamenn upplýsingar um hóp, þjálfara og æfingatíma. Henti það iðkandanum, staðfestir forráðamaður plássið í hópnum með því að ganga frá æfingagjöldum.

Til að skrá barn í félagið er farið inn á https://www.sportabler.com/shop/fimbjork