Hafdís Jónsdóttir
Um: Hafdís hefur starfað hjá félaginu í 10 ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og á sumarnámskeiðum félagsins. Í dag þjálfar hún pæjuhópa og leikskólahópa en Hafdís hefur einnig verið þjálfarai ponsu og forskólahópa.
Menntun: Hafdís hefur tekið námskeið á vegum Fsí – 1 a,b og v, Ísí a,b og c og 2 a,b og c sem og móttökunámskeið á vegum Fsí. Hafdís er að klára B.s. í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands í vor.
Fimleikabakgrunnur: Hafdís æfði áhaldafimleika hjá félaginu í mörg ár. Hún er með dómarapróf í áhaldafimleikum stúlkna og dæmir fyrir félagið.