Þrepamót FSÍ fór fram um helgina – Athyglisverður árangur Bjarkanna!

  • 30. janúar, 2012

 Þrepamót FSÍ fór fram um helgina – Athyglisverður árangur Bjarkanna!  

Þrepamót Fimleikasambands Íslands (FSÍ) var haldið liðna helgi í Íþróttamiðstöðinni Laugarbóli (heimili Ármanns).  Keppt var í öllum þrepum íslenska fimleikastigans nema í 5. þrepi stúlkna en sá hluti fer fram nk laugardag í Stjörnuheimilinu Garðabæ.

Þátttakendur á mótinu voru liðlega 250 einstaklingar frá 9 félögum.  24 keppendur tóku þátt frá Fimleikafélaginu Björk, 9 strákar og 15 stúlkur, og var árangur þeirra mjög athyglisverður.  Stúlkurnar unnu til flestra verðlauna af öllum félögunum (12 gull, 13 silfur og 12 brons).  Þetta er athyglisvert í ljósi þess að keppendur frá Björk voru töluvert færri en keppendur frá tveimur stærstu félögunum þ.e. Ármanni (9 gull, 9 silfur og 9 brons) og Gerplu (11 gull, 7 silfur og 8 brons).  Bjarkarpiltar stóðu einnig fyrir sínu og vel það (10 gull, 6 silfur og 8 brons).

Margrét Lea Kristinsdóttir og Tristan Alex Kamban Jónsson urðu sigurvegarar í fjölþraut í sínu þrepi, Margrét Lea í 4. þrepi 10 ára og yngri og Tristan í 2. þrepi.  Ásamt því að sigra í samanlögðu fékk Margrét þar að auki gull á tvíslá og á jafnvægisslá og silfur á stökki og í gólfæfingum.  Tristan fékk einnig gull á gólfi, hringjum, tvíslá og á svifrá sem og brons á bogahesti og á stökki.

Tristanfix MarAudHil1fix strakar3fix SteinKrisNina4fix

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðrir sem tóku þátt fyrir Fimleikafélagið Björk:

Stúlkur:
4. þrep 10 ára og yngri:
Auður Lára Mei Sigurðardóttir, 1. sæti á stökki og gólfi, 2. sæti á jafnvægisslá og í fjölþraut, og 3. sæti tvíslá.
Sara Mist Arnar, 3. sæti á tvíslá og á jafnvægisslá.

4. þrep 12 ára:
Ásta Þórunn Vilbergsdóttir, 26. sæti fjölþraut.
Ragna Dúa Þórsdóttir, 6. sæti í fjölþraut.
Aníta Björt Sigurjónsdóttir, 1. sæti jafnvægisslá.
Jónína Marín Benediktsdóttir, 2. sæti stökk og 3. sæti fjölþraut.

4. þrep 11 ára:
Guðný Björk Stefánsdóttir, 1. sæti stökk og 3. sæti í fjölþraut.
Guðrún Lilja Friðjónsdóttir, 13. sæti í fjölþraut.

4. þrep 13 ára og eldri:
Unnur Ösp Alfreðsdóttir, 1. sæti gólf, 3. sæti fjölþraut.
Sara Líf Róbertsdóttir, 3. sæti jafnvægisslá og 2. sæti gólf.

3. þrep 13 ára og eldri:
Andrea Rós Sigurjónsdóttir, 3. sæti tvíslá, 2. sæti jafnvægisslá, gólf og í fjölþraut.

3. þrep 11-12 ára:
Snædís Ósk Hjartardóttir, 3. sæti tvíslá og gólf.

2. þrep 13 ára og eldri:
Steinunn Anna Svansdóttir, 1. sæti stökk og tvíslá, 2. sæti gólf og fjölþraut.

1. þrep:
Kristjana Ýr Kristinsdóttir, 1. sæti tvíslá, 2. sæti jafnvægisslá og í fjölþraut og 3. sæti stökk og gólf.
Nína María Guðnadóttir, 1. sæti stökk.

Piltar:
5. þrep 10 ára:
Steinar Þór Harðarson, 2. sæti bogahestur og stökk.
Einar Dagur Blandon, 3. sæti hringir.
4. þrep 11 ára og yngri:
Fannar Logi Hannesson, 7. sæti fjölþraut.
Orri Geir Andrésson, 2. sæti gólf.
Breki Snorrason, 1. sæti gólf, hringir og svifrá.

4. þrep 12 ára:
Hjörtur Andri Hjartarson,  3. sæti bogahestur og svifrá.
2. þrep:
Þorsteinn Hálfdánarson, 1. sæti stökk
Stefán Ingvarsson, 1. sæti bogahestur, 2. sæti stökk, svifrá og fjölþraut og 3. sæti gólf, hringir og tvíslá.

Öll úrslit hér!