Íslandsmót unglina í hópfimleikum! – Myndband o.fl.

  • 14. febrúar, 2012

 Íslandsmót unglina í hópfimleikum! – Myndband o.fl.

Íslandsmót unglinga í hópfimleikum var haldið á Selfossi sl. helgi.  Tæplega 60 lið frá 11 félögum tóku þátt.  Gríðalega mikil gróska er í hópfimleikum á Íslandi í dag og ber þetta mót þess glöggt vitni.  Hópar komu frá Akranesi, Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Höfn í Hornarfirði, o.fl. stöðum.

Keppt var í 1., 2., 3. og 4. flokk.  Okkar Bjarkarkrakkar úr V-hóp og A-hóp1 tóku þátt og stóðu sig vel.  V-hóp keppti í 3. flokki og varð í 5. sæti af 10 liðum sem tóku þátt í þeim flokki.  Mjög góður árandur það.  A-hóp1 keppti í 4. flokki og varð í 11. sæti af 16 liðum sem tóku þátt í þeirri keppni.

Hópar frá Akureyrir, Selfossi, Stjörnunni og Gerplu voru sigursælir á mótinu.

tn_500x_1625-0

Öll úrslit af mótinu er að finna hér!