Bikamót FSÍ- Úrslit og umfjöllun!

  • 16. febrúar, 2012

Bikamót FSÍ- Úrslit og umfjöllun!

Fimeikafélagið Björk hélt um sl helgi Bikarmót í áhaldafimleikum.  Keppt var í 3., 2. og 1. þrepi á laugardeginum og síðan í frjálsum æfingum á sunnudeginum.

Keppnin hófst á laugardagsmorgninum þegar keppt var um bikarinn í 3. þrepi.  Bjarkarstúlkur komu þar nokkuð á óvart með því að standa uppi sem sigurvegarar eftir mjög harða keppni við stúlkur úr Fylki (2. sæti) og Ármanni (3. sæti).  Lið frá átta félögum tóku þátt í mótinu.  Bikarmeistararnir frá Björk voru þær Auður Lára Mei Sigurðardóttir, Guðný Björk Stefánsdóttir, Jónína Marín Benidiktsdóttir, Sara Mist Arnar og Ragna Dúa Þórsdóttir.

Björk var einnig með mjög frambærilegt lið í 3. þrepi pilta.  Eftir skemmtilega keppni og fina frammistöðu urðu þeir að lokum að láta í minni pokann fyrir liði Gerplu og fengu þar með silfurverðlaun.  Ármann hafnaði í 3. sæti og B-lið frá Gerplu í 4. sæti.  Í piltaliði Bjarkanna í 3. þrepi voru þeir Fannar Logi Hannesson, Baldvin Bjarki Gunnarsson, Hjörtur Andri Hjartarson og Orri Geir Andrésson.

Eftir hádegi á laugardeginum fór fram keppni í 1. og 2 þrepi pilta og stúlkna.  Fimleikafélagið Björk var ekki með lið í 2. þrepi en þar varð lið frá Gróttu sigurvegari hjá stúlkunum en hjá piltunum var lið frá Gerplu bikarmeistari.

Í 1. þrepi var Fimleikafélagið Björk ekki með keppendur í stúlknaflokki.  Bikarmeistarar í þeim flokki varð lið Gerplu.  Í piltaflokki var Björk hins vegar með lið sem keppti um bikarinn við Ármenninga sem fóru með sigur af hólmi.  Lið Bjarkanna var skipað þeim Tristani Alex Kamban Jónssyni, Stefáni Ingvarssyni og Þorsteini Hálfdánarsyni.

Á sunnudeginum fór síðan fram aðalkeppnin þar sem keppt var um bikarmeistaratitla í frjálsum æfinum karla og kvenna.  Stúlkur frá Fimleikafélaginu Björk voru lið en 5 lið tóku þátt.  Bjarkarstúlkur náðu 3. sætinu að þessu inni (urðu í 2. sæti í fyrra), á eftir Ármanni (2. sæti) og Gerplustúlkum sem urðu enn og aftur bikarmeistarar.  Liðið frá Björk var skipað þeim Margréti Leu Kristinsdóttur, Kristjönu Ýr Kristinsdóttur, Steinunni Önnu Svansdóttur og Nínu Maríu Guðnadóttur.

Hjá körlunum voru einungis 2 lið sem kepptu um bikarinn og bæði komu þau frá Gerplu.  Gerpla endurheimti þar með bikarinn í karlaflokki sem þeir töpuðu til Ármenninga í fyrra.  Gerpla varð þar með bikarmeistari í 16. skipti á síðastliðnum 17 árum.  Glæsilegur árangur það.

Sjá úrslit hér að neðan:

3. þrep stúlkna
2. þrep stúlkna
1. þrep stulkna

Frjálsar æfingar kvenna  

3. þrep pilta

2. þrep pilta

1. þrep pilta   

Frjálsar æfingar karla  

tn_500x_1798-0

 

 

 

 

 

Myndin sem fylgir frétt er af Bjarkarstúlkum sem urðu Bikarmeistarar í 3. þrepi