Tveir Bikarmeistaratitlar í hús! – Bikarmót í áhaldafimleikum

  • 26. febrúar, 2012

 Tveir Bikarmeistaratitlar í hús! – Bikarmót í áhaldafimleikum

tn_500x_1634-0Keppendur frá Fimleikafélaginu Björk stóðu sig með mikilli prýði á Bikarmóti FSÍ í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina.

Björk varð bikarmeistari í 5. þrepi stúlkna (sjá mynd hér að ofan) og í 2. þrepi pilta (sjá mynd hér að neðan).  Auk þess var Björk í harðri baráttu um bikarmeistaratitla á þremur öðrum vígstöðum þar sem við urðum að sætta okkur við 2. sæti, þ.e. í frjálsum æfingum kvenna, í 4. þrepi pilta og í 4. þrepi stúlkna.

Í 5. þrepi kepptu 10 lið.  Bjarkarstúlkur sigruðum þar með nokkrum yfirburðum.  Þær stúlkur sem kepptu fyrir Björk voru þær Freyja Sævarsdóttir, Hekla Ýr Þorsteinsdóttir, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Telma Ösp Jónsdóttir og Emelía Björt Sigurjónsdóttir.

Í 2. þrepi pilta kepptu þeir Tristan Alex Kamban Jónsson, Þorsteinn Hálfdánarson og Stefán Ingvarsson, í liði Bjarkar sem vann Bikarmeistaratitilinn.

Í 4. þrepi stúlkna tóku þátt lið frá 9 félögum.  Bjarkarstúlkur háðu harða keppni við Ármannsstúlkur um 1. sætið hér og að lokum munaði aðeins 1,5 stigum stigum þar sem okkar stúlkur urðu að láta í minni pokann.  Liðið í 4. þrepi var skipað þeim Auði Láru Mei Sigurðardóttur, Guðnýju Björk Stefánsdóttur, Jónínu Marín Benediktsdóttur, Margréti Leu Kristinsdóttur, Söru Mist Arnar og Unni Ösp Alfreðsdóttur.

Í 4. þrepi pilta frá Björkunum voru þeir Baldvin Bjarki Gunnarsson, Breki Snorrason, Fannar Logi Hannesson, Hjörtur Andri Hjartarson og Orri Geir Andrésson.  Þeir stóðu sig allir frábærlega en í lokin skildi 3 stig að lið Bjarkanna og Gerplu þar sem síðarnefnda liðið fór með sigur af hólmi.

Í 3. þrepi stúlkna voru þær Nína María Guðnadóttir, Steinunn Anna Svansdóttir og Sara Líf Róbertsdóttir.  Þær urðu í 4. sæti í liðakeppninni.

Aðrir sem kepptu fyrir Björk kepptu sem gestir, voru:

Snædís Ósk Hjartardóttir, 3. þrep.
Kristjana Ýr Kristinsdóttir, 1. þrep.
Ragna Dúa Þórsdóttir, 4. þrep.
Elín Ragnarsdóttir, 5. þrep.

Úrslit urðu sem hér segir:
Stúlkur:
Frjálsar æfingar – 1. sæti Gerpla / 2. sæti Björk / 3. sæti Ármann
1. þrep – 1. sæti Gerpla
2. þrep – 1. sæti Gerpla / 2. sæti Ármann / 3. sæti Keflavík
3. þrep – 1. sæti Ármann / 2. sæti Grótta / 3. sæti Gerpla
4. þrep – 1. sæti Ármann / 2. sæti Björk / 3. sæti Grótta
5. þrep – 1. sæti Björk / 2. sæti Ármann / 3. sæti Gerpla

Piltar:
Frjálsar æfingar – 1. sæti Ármann / 2. sæti Gerpla
1. þrep – 1. sæti Gerpla / 2. sæti Ármann
2. þrep – 1. sæti Björk
3. þrep – 1. sæti Gerpla / 2. sæti Ármann
4. þrep – 1 sæti Gerpla / 2. sæti Björk / 3. sæti Ármann
5. þrep – 1. sæti Gerpla / 2. sæti Ármann

Öll úrslit hægt að nálgast hér!

4thrStr3Fix 4thrPallurFix 4thrStr2Fix 2thrhepFix