Mínervumótið í áhaldafimleikum næsta laugardag!

  • 26. apríl, 2012

Mínervumótið í áhaldafimleikum næsta laugardag!

Mínervumótið í áhaldafimleikum verður haldið næsta laugardag í Íþróttamiðstöðinni Björk.  Um er að ræða keppni stúlkna á aldrinum 7-12 ára og von er á um 330 keppendum frá nokkrum félögum.  Yngstu stúlkurnar keppa í liðakeppni en þær eldri í einstaklingskeppni.

1. hluti mótsins hefst kl. 8.30 (innmars) og eru áætluð mótslok fyrir þann hluta kl. 11.15.
2. hluti mótsins hefst kl. 12.00.  Mótslok áætluð kl. 14.15 fyrir þann hluta.
3. hluti mósins hefst síðan kl. 14.45 og eru mótslok áætluð kl. 17.00.

Aðgangseyrir á mótið er kr. 500,- per mann 16 ára og eldri.  Allir velkomnir!

tn_500x_1666-0

Myndin sem fylgir frétt er frá Mínervumótinu í fyrra.