Freyja og Andrea á leiðinni á Evrópumót unglinga – Áhaldafimleikar

  • 4. maí, 2012

 Freyja og Andrea á leiðinni á Evrópumót unglinga – Áhaldafimleikar

tn_500x_1671-0Bjarkarstúlkurnar Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir og Andrea Rós Jónsdóttir eru á leiðinni á Evrópumót unglinga í áhaldafimleikum sem fram fer í Brussel í Belgíu dagana 9. – 13. maí nk.  Landslið Íslands í fullorðinsflokki tekur einnig þátt í mótinu.  Dmitry Varonin, þjálfari Bjarkarstúlknanna fer með sem landsliðsþjálfari fyrir unglingalandsliðið.

Fimleikafélagið Björk óskar þeim stöllum góðs gengis á þessu sterka fimleikamóti.

Sjá frétt um mótið af vefnum: visir.is og einnig á vefnum: mbl.is

Myndin sem fylgir fréttinni er af landsliði fullorðinna (efri röð) og unglina (neðri röð).  Freyja er fyrir miðju í neðri röð og Andrea henni á vinstri hönd.  Þórey Kristinsdóttir frá Björkunum er einnig á myndinni í efri röð (3ja frá hægri) en hún hefur verið varamaður í landsliðinu en ferðast ekki á mótið að þessu sinni.