Bjarkarkrakkar í skrúðgöngunni á 17. júní!

  • 13. júní, 2012

Bjarkarkrakkar í skrúðgöngunni á 17. júní!

tn_500x_1679-0Við hvetjum Bjarkarkrakka og annað Bjarkarfólk til að taka þátt í skrúðgöngunni í Hafnarfirði á 17. júní (næsta sunnudag).  Gengið verður frá Hellisgerði uppúr kl. 13.30 og að Víðistaðatúni.  Munið að mæta í Bjarkargallanum eða í einhverju bláu og Bjarkarlegu.

Gleðilegan þjóðhátíðardag!