Fín frammistaða á Akureyi – Úrslit af Haustmóti II í áhaldafimleikum

  • 18. nóvember, 2012

Fín frammistaða á Akureyi – Úrslit af Haustmóti II í áhaldafimleikum

Seinni hluti Haustmóts FSÍ, þ.e. Haustmót II, fór fram á Akureyri núna um helgina.  Mótið fór að sögn vel fram og FIMAK á heiður skilinn fyrir vel framkvæmt mót.  Keppendur voru nærri 280 talsins þar af rúmlega 200 stúlkur.   Gaman er að sjá hve mikil breidd er orðin í fimleikunum.  „Minni“ félögin eins og Grótta, Fylkir, Fjölnir og Keflavík, senda öll glæsilegt fimleikafólk sem mörg hver vinna til verðlauna.

tn_500x_1731-0Tuttugu og sex keppendur mættu að þessu sinni til leiks frá Fimleikafélaginu Björk og stóðu þau sig öll með miklum sóma. Bjarkarpiltar komu ýmsum sem á horfðu á óvart með frábærri frammistöðu og unnu til fjölmarga verðlaunapeninga.  Þar fór fremstur í flokki Fannar Logi Hannesson (3. þrep, 11 ára) en hann vann til 5 gullverðlauna og 2ja silfurverðlauna í sínum flokki.  Bjarkarstúlkur unnu einnig til fjölmargra verðlauna.  Vigdís Pálmadóttir hafði þar t.a.m. mikla yfirburði í sínum flokki (4. þrep, 9 ára) þar sem hún vann öll gullverðlaun sem í boði voru.

Keppendur frá Fimleikafélagin Björk sem stóðu sig öll svo frábærlega voru:
Steindór Máni Auðunsson (5. þrep, 9 ára), 11. sæti í fjölþraut.
Egill Ari Hreiðarsson (5. þrep, 9 ára), 1. sæti bogi og 3. sæt stökk.
Einar Dagur Blandon (5. þrep, 10 ára), 2. sæti á hringjum, stökki, tvíslá og svifrá, 3. sæti á gólfi og boga, og 2. sæti í fjölþraut.
Steinar Þór Harðarson (5. þrep, 10 ára), 1. sæti boga, 3. sæti á hringjum og svifrá, 3. sæti í fjölþraut.
Baldvin Bjarki Gunnarsson (3. þrep, 10 ára), 1. sæti tvíslá, 2. sæti bogi, hringir og svifrá, 3. sæti gólf og stökk, og 2. sæti í fjölþraut.
Breki Snorrason (3. þrep, 11 ára), 1. sæti gólf og 3. sæti tvíslá.
Orri Geir Andrésson (3. þrep, 11 ára), 1. sæti hringir, 2. sæti bogi og svifrá, og 3 sæti á gólfi og stökki, og 2. sæti fjölþraut.
Fannar Logi Hannesson (3. þrep, 11 ára), 1. sæti bogi, stökk, tvíslá og svifrá, og 2. sæti gólf og hringir, og 1. sæti fjölþraut.
Hjörtur Andri Hjartarson (3. þrep, 12 ára), 2. sæt svfrá og 3. sæti tvíslá.
Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir (5. þrep, 9 ára), 3. sæti gólf.
Ellen Lana Kamban Gunnarsdóttir (5. þrep, 9 ára), 42. sæti fjölþraut.
Þórkatla Gyðja Ármannsdóttir (5. þrep, 9 ára), 33. sæti.
Amanda Sif Ellertsdóttir (5. þrep, 10 ára), 19. sæti fjölþraut.
María Valgarðsdóttir (5. þrep, 10 ára), 3. sæti slá.
Guðlaug Hrefna Steinsdóttir (5. þrep, 10 ára), 3. sæt gólf.
Victoria Zaitseva (5. þrep, 10 ára), 20. sæti fjölþraut.
Sara Sóley Jankovic (5. þrep, 10 ára), 2. sæti gólf.
Vigdís Pálmadóttir (4. þrep, 9 ára), 1. sæti á gólf, stökki, tvíslá og slá.
Birta Líf Hannesdóttir (4. þrep, 9 ára), 9. sæti fjölþraut.
Þórdís Lilja Ólafsdóttir (4. þrep, 11 ára), 23. sæti fjölþraut.
Ásta Þórunn Vilbergsdóttir (4. þrep, 12 ára og eldri), 13. sæti fjölþraut.
Bergþóra Karen Jónasdóttir (4. þrep, 12 ára og eldri), 17. sæti fjölþraut.
Guðrún Lilja Friðjónsdóttir (3. þrep, 11 ára), 11. sæti fjölþraut.
Ragna Dúa Þórsdóttir (3. þrep, 12 ára), 13. sæti fjölþraut.
Jónína Marín Benediktsdóttir (3. þrep, 12 ára), 1. sæti stökk, og 2. sæti fjölþraut.
Unnur Ösp Alfreðsdóttir (3. þrep, 13 ára og eldri), 2. sæti gólf og 3. sæti stökk.