Nýskráningar Vorönn 2013

  • 30. nóvember, 2012

Nýskráningar á vorönn 2013!

Nýskráningar á vorönn 2013 eru nú í fullum gangi.

tn_500x_1498-0
Skráið ykkur þar inn, veljið barnið ykkar sem þið viljð skrá á námskeið og veljið þar NÝSKRÁNING vorönn 2013 í þeirri deild/íþrótt sem þið viljið skrá barnið ykkar í.  Munið að uppfæra allar upplýsingar þ.e. tölvupóstfang, gsm símanúmer, o.fl.

Stundarskrár verða sendar út fyrir áramót. Kennsla hefst skv. stundaskrám föstudaginn 4. janúar. Leikskólahópar byrja þó síðar, væntanlega sunnudaginn 13. janúar.

Iðkendum í almennum hópum er raðað fyrst eftir aldri og síðan eftir því hve lengi íþrótt hefur verið stunduð (getu). Ef stundarskrá hentar iðkanda ekki sendið þá strax athugasemd og við reynum að finna tíma sem hentar betur.

Búið er að hafa samband við alla sem skráðir eru í hópa á haustönn 2012 og þeir verið beðnir um að láta vita ef þeir ætli sér ekki að halda áfram á vorönn.  Iðkendur á haustönn þurfa því ekki að senda okkur nýskráningu!  Stefnt er að því að halda hópum og æfingatímum óbreyttum eins og hægt er en þó getur alltaf þurft að gera einhverjar breytingar.

 

Námskeið sem í boði eru á vorönn 2013:
Fimleikar (áhaldafimleikar g hópfimleikar
Klifur
Taekwondo
Parkor
Fitkit
Leikskólahópar