Jólaæfing hjá Taekwondo deild!

  • 17. desember, 2012

 Jólaæfing hjá Taekwondo deild!

Jólaæfing Taekwondo deildar Fimleikafélagsins Björk var haldin á þriðjudaginn í síðustu viku við góðar undirtektir.  Komu þá saman allir iðkendur deildarinnar á sömu æfingu og æfðu saman hressir í bragði og fengu ungir og reynsluminni iðkendur að spreyta sig með eldri og reynslumeiri iðkendum/keppendum.

Yngstu iðkendur úr barnahópum deildarinnar mættu sem og iðkendur úr fullorðinshópum.  Létt æfing var tekin í Andrasal og fengur iðkendur að koma með gesti.  Eftir æfingu var farið í hina árlegu armbeygju keppni, pakkaleiki og fengu allir gjöf og svo gæddu iðkendur sér á Svala og piparkökum að lokum og fóru heim glaðir í bragði.

Taekwondo deild félagsins óskar öllum félagsmönnum og öðrum gleðilega hátíð og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Jolaaef2TKD tn_500x_1752-0