Vorönn fer af stað!

  • 5. janúar, 2013

Vorönn fer af stað!

Vorönn hjá flestum hópum félagsins er nú að fara af stað.  Flestir hópar byrja að æfa skv. stundarskrá mánudaginn 7. janúar.  Nokkrir hópar byrjuðu föstudaginn 4. janúar.  Leikskólahópar fimleikadeildar hefjast sunnudaginn 13. janúar.

tn_500x_1757-0Forráðamenn allra iðkenda í félaginu hafa sl. daga fengið sendan tölvupóst þar sem fram koma upplýsinar um stundarskrá, þjálfara, uppgjör æfingagjalda, o.fl.  Sendið tölvupóst á fbjork@fbjork.is ef ykkar barn er skráð í hóp og þið hafið ekki fengið sendan póst.

Enn eru nýskráðir iðkendur sem vilja koma að æfa hjá fimleikadeild sem við höfum ekki náð að setja í hóp.  Sérstaklega á þetta við um leikskólahópa (börn fædd 2008 og síðar) þar sem erfitt hefur reynst að koma öllum að.  Við munum senda tölvupóst á alla þessa aðila fljótlega í næstu viku til að upplýsa um stöðu mála.

Athugið að gjalddagi æfingagjalda er 20. janúar.

Sjáumst hress á nýrri önn.