Kynning á hópfimleikum nk laugardag!

  • 10. janúar, 2013

Kynning á hópfimleikum nk laugardag!

Næstkomandi laugardag, 12. janúar, kl. 13.30-15.00 mun fimleikadeild vera með kynningu á hópfimleikum hjá félaginu.

tn_500x_1761-0Deildin stefnir á að fjölga iðkendum í þessari sívaxandi og vinsælu grein fimleikanna.  Með það að leiðarljósi var nýlega fjárfest í nýrri stökkbraut (fíberbraut) sem kom loks til landsins í byrjun janúar.  Þessi nýja stökkbraut bætir aðstöðu iðkunar í hópfimleikum til mikilla muna.

Allir velkomnir til að koma, sjá iðkendur í hópfimleikum leika listir sýnar og ræða við þjálfara félagsins um hópfimleika.