Þrepamót hluti III – Keppendur frá Björk stóðu sig vel!

  • 11. febrúar, 2013

Þrepamót hluti III – Keppendur frá Björk stóðu sig vel!

Síðastliðna helgi, 2.-3. febrúar, fór fram í Gerplu III. hluti Þrepamóts Fimleikasambands Íslands.  Keppt var í 3., 4. og 5. þrepi pilta og 4. og 5. þrepi stúlkna.  Um 400 keppendur frá 9 félögum töku þátt á mótinu.

Keppendur frá Fimleikafélaginu Björk stóðu sig mjög vel eins og á fyrri Þrepamótum.  Bjarkarstúlkur í 4. þrepi voru mjög áberandi á verðlaunapöllum þar sem Vigdís Pálmadóttir sigraði í flokki 10 ára í fjölþraut og auk þess á þremur áhöldum.  Hildigunnur Ýr Benediktsdótti æfingafélagi hennar kom þar skammt á eftir í 2. sæti í fjölþraut auk þess sem hún varð í 2. sæti á tvíslá og í 3. sæti á stökki.  Í 4. flokki 9 ára hafði Bjarkarstúlkan Guðrún Min Harðardóttir einnig talsverða yfirburði þar sem hún sigraði í fjölþraut og vann einni þrjú áhöld.  Þar varð stalla hennar Embla Guðmundsdóttir í 2. sæti i fjölþraut.

Strákarnir halda áfram að gera góða hluti.  Hinn stórefnilegi Vigfús Haukur Hauksson sigraði í 5. þrepi 9 ára pilta og vann auk þess fjögur áhöld.  Þar varð Ísar Máni Ellertsson æfingafélagi hans í 2. sæti í fjölþraut.  Í 3. þrepi pilta 11-12 ára, var Baldvin Bjarki Gunnarsson aðeins 0,1 stigi frá því að sigra í fjölþraut en varð að sætta sig við 2. sæti.  Einar Dagur Blandon sigraði glæsilega í fjölþraut í 5. þrepi 11 ára pilta auk þess sem hann fékk gull á tveimur áhöldum.

Upptalningin hér að ofan er langt frá því að vera tæmandi.  Í heildina fengu glæsilegir keppendur frá Fimleikafélaginu Björk 22 gullverðlaun, 32 silfur og 27 brons.

Nánar um úrslit á mótinu, hér!

tn_500x_1793-0StrakarSamanFixAllarstelpFix