Kristjana Ýr komst í úrslit á tvíslá! – Norðurlandamót unglinga í fimleikum

  • 26. maí, 2013

 Kristjana Ýr komst í úrslit á tvíslá! – Norðurlandamót unglinga í fimleikum

Bjarkarstúlkan Kristjana Ýr Kristinsdóttir, Íslandsmeistari unglinga, komst í úrslit á tvíslá á Norðurlandamóti unglinga, sem fram fór núna um helgina í Elverum í Noregi.  Kristjana hafnaði í 13. sæti í keppni í fjölþraut á laugardaginn og tryggði sér þá sæti í úrslitum á tvíslá.  Í úrslitum, sem fram fóru í dag, hafnaði hún í 5. sæti.  Steinunn Anna Svansdóttir, einnig frá Björk, keppti einnig með landsliði Íslands á þessu móti.  Hún hafnaði í 22. sæti i fjölþrautarkeppninni.

Liðsfélagi þeirra Bjarkarstúlka, Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir, frá Gerplu, stóð sig frábærlega í dag þar sem hún vann til bronsverðlauna í úrslitum á gólfi auk þess sem hún komst í úrslit á stökki (6. sæti). tn_500x_1845-0

Í liðakeppninni hafnaði landslið Íslands i 4. sæti þar sem stúlkurnar frá Svíðþjóð höfðu mikla yfirburði og urðu Norðurlandameistarar, Noregur hafnaði í 2. sæti og Finnland í því þriðja.  Dönsku stúlkurnar komu svo á eftir þeim ísensku í 5. sæti.

Í keppni karla sýndi Valgarð Reinharðsson frá Gerplu glæsileg tilþrif þar sem hann varð í 4. sæti í fjölþrautarkeppninni, aðeins 0,05 stigum frá bronsverðlaunum.  Í dag náði hann síðan bronsverðlaunum í úrslitum á svifrá.  Í liðakeppninni varð lið Íslands í 5. sæti, talsvert á eftir Dönum.  Verðlaunapallurinn í karlaflokki var skipaður sömu röð og i kvennaflokki, Svíar efstir á palli, Norðmenn í 2. sæti og Finnar i því 3ja.  Færeyjingar ráku svo lestina í liðakeppni karla.

Öll úrslit af mótinu er hægt að nálgast hér!

Myndin sem fylgir fréttinni er af Bjarkarstúlkunum Steinunni (til vinstri) og Kristjönu.