Kristjana Ýr og Steinunn Anna keppa á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar!

  • 14. júlí, 2013

 Kristjana Ýr og Steinunn Anna keppa á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar!

Bjarkarstúlkurnar Kristjana Ýr Kristinsdóttir og Steinunn Anna Svansdóttir taka nú þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Utrecht í Hollandi.  Auk þeirra skipar Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir sem kemur frátn_500x_1855-0 Gerplu, lið Íslands á mótinu.  Þjálfarar þeirra sem fylgja þeim á mótið eru Bjarkarþjálfarinn Hildur Ketilsdóttir og Guðmundur Þór Brynjólfsson frá Gerplu.

Mótið var sett í dag og var Sigríður Hrönn fánaberi Íslands.  Stúlkurnar munu keppa á miðvikudaginn 17. júlí.  Hægt að fylgjast með gengi stúlknanna sem og mótinu almennt, hér!
Myndin sem fylgir frétt er tekin af stúlkunum (frá vinstri: Steinunn, Sigríður og Kristjana) ásamt forseta ÍSÍ, Lárusi L. Blöndal, sem heimsótti þær á keppnisstað í dag.