Dima og Natalí kveðja Bjarkirnar!

  • 15. júlí, 2013

Dima og Natalí kveðja Bjarkirnar!

Dima (Dmitry Voronin) og Natalí (Natalia Voronina) kveðja nú í sumar Fimleikafélagið Björk.  Þau hafa starfað hjá okkur í átta ár og hafa aðallega unnið með keppnishópa stúlkna hjá félaginu.  Árangur á mótum hjá þeim stúlkum sem þau hafa þjálfað hefur verið mjög góður  og hefur félagið á þessu tímabili unnið fjölmarga Íslandsmeistaratitla, þann stærsta nú í vor þegar Kristjana Ýr Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari unglinga í áhaldafimleikum.

tn_500x_1856-0Félagið þakkar þeim samstarfið á liðnum árum og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Myndin sem fylgir fréttinni er tekin á Íslandsmótinu síðastliðið vor (frá vinstri: Natalí, Steinunn Anna, Þórey, Kristjana Ýr, Dima og Nína María).