Nýr þjálfari ráðinn til starfa hjá fimleikadeild!

  • 19. júlí, 2013

 Nýr þjálfari ráðinn til starfa hjá fimleikadeild!

Félagið hefur ráðið til starfa nýjan þjálfara hjá fimleikadeild.  Hann heitir Jóhannes Níels Sigurðsson, betur þekktur sem Nilli.  Nilli hefur þjálfað fimleika í yfir tuttugu ár hjá ýmsum félögum, lengst af stúlkur í áhaldafimleikutn_500x_1857-0m.  Síðustu ár hefur hann þjálfað hjá Fylki í Árbæ.

Nilli er menntaður sem Íþróttakennari frá Laugarvatni ásamt því að stunda framhaldsmenntun í íþróttaskóla í Álaborg í Danmörku.  Sjálfur var Nilli á yngri árum keppnismaður í fimleikum og keppti með landsliði Íslands á árunum 1985 til 1996 og vann á sínum ferli fjölmarga Íslands- og bikarmeistaratitla.
Við bjóðum Nilla velkominn í þjálfarahóp fimleikadeildar.