Bjarkarstrákar á Malarcupen í Svíðþjóð

  • 7. nóvember, 2013

Bjarkarstrákar á Malarcupen í Svíðþjóð

Fjórir strákar úr meistarahóp fimleikadeildar héldu í víking síðastliðna helgi og tóku þátt í móti sem heitir Malarcupen og er haldi í Stokkhólmi í Svíðþjóð.  Fjölmargir Íslendingar hafa í gegnum árin tekið þátt í þessu móti.  Að þessu sinni voru frá Íslandi, auk piltanna frá Björk, þátttakendur frá Ármann og Gerplu, en auk þess voru þátttakendur frá Skotlandi, Finnlandi, Noregi, Sviss og Svíðþjóð.

Strákarnir stóðu sig prýðilega á mótinu.  Stefán Ingvarsson keppti í flokki unglinga og hafnaði í 10. sæti.  Hann var mjög nálægt því að komat í úrslit á áhöldum.  Hinir strákarnir, sem allir voru að keppa í fyrsta sinn á erlendri grundu, stóðu sig einnig mjög vel.  Auk piltanna ferðuðust á móti þau Vladimir Zaytsev, þjálfari, og Guðrún Bjarnadóttir , dómari í strákafimleikum, sem einnig fór á sitt fyrsta mót erlendis.

tn_500x_1914-0Myndin sem fylgir frétt er af þeim (frá vinstri): Guðrún Bjarnadóttir (dómari), Hjörtur Hjartarson, Breki Snorrason, Fannar Logi Hannesson og Stefán Ingvarsson.

Úrslit af mótinu hér!