Þrjú gull í fjölþraut á Akureyri! Haustmót II í fimleikum

  • 10. nóvember, 2013

Þrjú gull í fjölþraut á Akureyri! Haustmót II í fimleikum

Fimleikafélagið Björk var með þrjú gull í fjölþraut á Haustmóti II í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina á Akureyri.  Keppt var í frjálsum æfingum sem og í efstu þrepum íslenska fimleikastigans. Keppendur komu frá sjö félögum þar sem voru rúmlega 50 stúlkur og um 20 piltar.

Nína María Guðnadóttir sem er 12 ára, er yngsta stúlka landsins sem keppir í frjálsum æfingum og var þar að leiðandi eini keppandinn í stúlknaflokki.  Hún vann því öll verðlaun sem í boði var þar þ.e. í keppni á öllum áhöldum sem og í fjölþraut.

Stefán Ingvarsson stóð sig frábærlega í harðri keppni við pilta frá Gerplu og Ármanni í 1. þrepi, 13 ára og eldri, og sigraði í fjölþraut.  Auk þess fékk hann gull á bogahesti, í hringjum og á tvíslá.  Á stökki fékk hann síðan silfur og brons á gólfi.  Glæsilegur árangur það.

Margrét Lea Kristinsdóttir stóð einnig uppi sem sigurvegari í fjölþraut í hörkukeppni við stúlkur frá Ármanni, Fylki og Gerplu í 1. þrepi, 13 ára og yngri.  Þar að auki fékk hún gull á gólfi og silfur á tvíslá.

Aðrir þátttakendur frá Björk voru:
Orri Geir Andrésson (1. þrep 12 ára), brons á gólfi.
Fannar Logi Hannesson (1. þrep 12 ára), gull í stökki, silfur á gólfi og boga, og silfur í fjölþraut.
Breki Snorrason (1. þrep 12 ára), silfur í hringjum, brons á stökki og tvíslá, og brons í fjölþraut.
Hjörtur Andri Andrason (1. þrep 13 ára og eldri), brons á stökki.
Þórey Kristinsdóttir (frjálsar kvenna), 5. sæti í fjölþraut.
Kristjana Ýr Kristinsdóttir (frjálsar unglingaflokkur), gull á tvíslá.
Auður Lára Mei Sigurðardóttir (2. þrep 12 ára og yngri), brons á stökki, 4. sæti í fjölþraut.
Sara Mist Arnar (2. þrep 12 ára og yngri), gull á jafnvægisslá, 5. sæti í fjölþraut.
Guðný Björk Stefánsdóttir (2. þrep 12 ára og yngri), silfur á jafnvægisslá, brons á tvíslá, brons í fjölþraut.

Nánar um úrslit hér!

tn_500x_1915-0Myndin sem fylgir er af þeim (frá vinstri) Margréti Leu, Söru Mist, Auði Láru og Guðnýju Björk.