• 19. desember, 2013

Kristjana Ýr og Guðmundur Freyr íþróttafólk ársins!

Fimleikastúlkan Kristjana Ýr Kristinsdóttir og klifurkappinn Guðmundur Freyr Arnarson voru í dag valin íþróttafólk ársins hjá Fimleikafélaginu Björk.

tn_500x_1925-0Kristjana Ýr, sem jafnframt var valin Fimleikakona ársins hjá Fimleikadeild, varð á árinu 2013 Íslandsmeistari unglinga í áhaldafimleikum.  Á sama móti varð hún einnig Íslandsmeistari unglinga á tvíslá.  Kristjana Ýr var í bikarliði Fimleikafélagsins Björk sem hafnaði í 3. sæti í fjölþraut á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum.  Kristjana Ýr hefur á árinu verið meðlimur í unglingalandsliði Íslands.  Hún tók m.a. þátt á Norðurlandamóti unglinga þar sem liðið hafnaði í 4. sæti og hún komst í úrslit á tvíslá og þar sem hún varð í 5. sæti.

Guðmundur Freyr sem einnig var valinn Klifurmaður ársins, varð á árinu Íslandsmeistari í Grjótglímu í aldursflokknum 13 til 15 ára.  Guðmundur sem verið hefur fyrirmynd annarra iðkenda hjá félaginu varð auk þess Bjarkarmeistari á árinu.

 

 

 

 

 

Allir13BirtÁ mynd: Tómas Óli (Parkour), Stefán Ingvarsson (Fimleikar), Kristjana Ýr (fimleikar), Guðmundur Freyr (Klifur), Helena Hrund (Klifur), Hrafnhildur (Taekwondo) og Axel (Taekwondo).

Stefán Ingvarsson var heiðraður sem Fimleikamaður ársins hjá Fimleikadeild.  Stefán varð sigurvegari í fjölþraut í 1. þrepi á Haustmóti FSÍ, ásamt því að sigra á þremur áhöldum.  Á Íslandsmótinu hafnaði Stefán í 3. sæti í þessu sama þrepi.  Í byrjun nóvember tók Stefán þátt á alþjóðlegu móti í Stokkhólmi í Svíðþjóð, Malarcupen, þar sem hann hafnaði í 10. sæti í sínum aldursflokki.

Taekwondodeild valdi Axel Magnússon Taekwondomann ársins.  Axel varð í 2. sæti á Bikarmóti 3 í -54 flokki og í 3. sæti á Bikarmóti 1 í flokki +51.  Á Reykjavík Open 2013 hafnaði Axel í 2. sæti í Junior C-48.

Hrafnhildur Rafnsdóttir var valin Taekwondokona ársins.  Á Reykjavík Open 2013 varð hún í 2. sæti í Junior B-63 flokki.  Hún tók þátt í Scottish Open þar sem hún hafnaði í 3. sæti í A-63 flokki.  Á Bikarmóti 3 varð Hrafnhildur loks í 3. sæti í Junior -60 flokki.

Fimleikadeild veitti að þessu sinni Parkourmanni ársins sérstök verðlaun. Fimleikasamband Íslands (FSÍ) tók íþróttina inn sem sýningaríþrótt fyrr á árinu og þar af leiðandi er Parkour nú hluti af Fimleikadeild félagsins.  Fyrir valinu varð Tómas Óli Hjartarson.  Parkour er ekki keppnisíþrótt en að sögn þjálfara í Parkour er Tómas Óli draumaiðkandi hvers þjálfara.  Hann mætir mjög vel, leggur sig alltaf fram, hlustar alltaf á þjálfarann og er mjög áhugasamur.  Jafnframt hefur Tómas Óli náð miklum framförum á þeim stutta tíma sem hann hefur iðkað íþróttina.

Fimleikafélagið Björk óskar öllum ofangreindum íþróttamönnum til hamingju með glæsilegan árangur á árinu.