Vorönn 2014 fer af stað!

  • 5. janúar, 2014

 Vorönn 2014 fer af stað!

tn_500x_1935-0Vorönn 2014 hefst formlega samkvæmt stundarskrám hjá langflestum hópum Fimleikafélagsins Björk á morgun mánudaginn 6. janúar.  Leikskólahópar fara af stað sunnudaginn 12. janúar.

Forráðamenn eiga nú að hafa fengið senda tölvupósta varðandi tímatöflur og þjálfara á önninni.  Í langflestum tilvikum haldast æfingatímar óbreyttir frá haustönn en í einstaka tilvikum hefur þurft að breyta tímum.

Uppgjör æfingagjalda fer fram í gegnum Nóra greiðslukerfið, sjá þægilegustu tengla hér:
– Til að sækja um leið um niðurgreiðslur frá Hafnarfjarðarbæ farið inná ‘Mínar síður‘.
– Fyrir þá sem eiga börn sem ekki eiga rétt á niðurgreiðslum (5 ára og yngri) er farið beint inná kerfið, hér!

Biðjum forráðamenn jafnframt um að kynna sér vel reglur um uppgjör og innheimtu æfingagjalda, hér!