Þrepamót FSÍ 4. og 5. þrep – Umfjöllun og úrslit!

  • 31. janúar, 2014

Þrepamót FSÍ 4. og 5. þrep – Umfjöllun og úrslit!

tn_500x_1945-0Þrepamót FSÍ, I. hluti, þar sem keppt er í 4. og 5. þrep pilta og stúlkna, var haldið í Íþróttamiðstöðinni Björk sl. helgi, 31.-2. feb.  Mótið var mjög umfangsmikið þar sem keppt var í sjö mótshlutum, sá fyrsti á föstudeginum, næstu þrír á laugardeginum og síðan þrír síðustu þrír mótshlutar á sunnudeginum.  Þátttakendur komu frá níu félögum og voru samtals um 370 talsins á aldrinum 9 til 14 ára, þar af tæplega 100 strákar.

Mótið gekk alveg frábærlega vel.  Hver einasti mótshluti hófst á réttum tíma, sem verður að teljast heldur ótrúlegt á stóru Þrepamóti eins og þessu.  Áhorfendur, keppendur, dómarar, þjálfarar og starfsfólk sem þátt tóku í mótinu hafa lýst yfir mikilli ánægju með framkvæmd mótsins og erum við hjá Fimleikafélaginu Björk mjög stolt yfir því.  Mót sem þetta krefst mikils undirbúnings.  Fjöldi starfsfólk og aðstoðarfólks við framkvæmd hvers mótshluta er á bilinu 15-20 talsins.  Allt þetta fólk á mikið hrós skilið fyrir frábært framlag.

Keppendur frá Fimleikafélaginu Björk voru 35 talsins og stóðu þau sig öll frábærlega.  Félagið eignaðist þrjá Þrepameistara í sínum aldursflokki.  Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir keppti í 4. þrepi 11 ára og sigraði þar í fjölþraut ásamt því að hafna í 1. sæti á gólfi og stökki, og í 2. sæti á slá.  Bergþóra Karen Jónasdóttir vann sinn flokk, 4. þrep 14 ára og eldri, ásamt því að ná 1. sæti á stökki, tvíslá og á slá, og 3. sæti á gólfi.  Helgi Valur Ingólfsson varð Þrepameistari í 4. þrepi 12 ára ásamt því að fá 1. sæti á svifrá, 2. sæti á boga, hringjum, stökki og tvíslá, og 3. sæti á gólfi.  Upplýsingar um aðra keppendur frá Fimleikafélaginu Björk:
Ágúst Blær Markússon, 5. þrep 11 ára,  3. sæti gólf, 2. sæti stökk, og 5. sæti í fjölþraut.
Benedikt Pétursson, 5. þrep 11 ára, 6. sæti í fjölþraut.
Steindór Máni Auðunsson, 5. þrep 11 ára, 2. sæti gólf, hringir og tvíslá, 3. sæti stökk, og 3. sæti í fjölþraut.
Svavar Valsson, 5. þrep 11 ára, 12. sæti í fjölþraut.
Fannar Freyr Bergsson, 5. þrep 12 ára og eldri, 8. sæti í fjölþraut.
Birta Líf Hannesdóttir, 4. þrep 11 ára, 11. sæti í fjölþraut.
Karólína Lýðsdóttir, 4. þrep 11 ára, 2. sæti stökk, og 12. sæti í fjölþraut.
Þórkatla Gyðja Ármannsdóttir, 4. þrep 11 ára, 32. sæti í fjölþraut.
Brynjar Ari Magnússon, 5. þrep 10 ára, 7. sæti í fjölþraut.
Ísar Máni Ellertsson, 5. þrep 10 ára, 1. sæti bogi, 2. sæti svifrá, og 3. sæti í fjölþraut.
Óskar Ísak Guðjónsson, 5. þrep 10 ára, 2. sæti bogi, 3. sæti stökk, 1. sæti tvíslá, og 2. sæti í fjölþraut.
Helena Hauksdóttir, 4. þrep 10 ára, 6. sæti í fjölþraut.
María Valgarðsdóttir, 4. þrep 12 ára, 6. sæti í fjölþraut.
Vala Ástrós Bjarnadóttir, 4. þrep 12 ára, 14. sæti í fjölþraut.
Vigfús Haukur Hauksson, 4. þrep 11 ára og yngri, 1. sæti hringir og svifrá, 2. sæti tvíslá, og 3. sæti í fjölþraut.
Einar Dagur Blandon, 4. þrep 12 ára og eldri, 1. sæti á gólfi, stökki og tvíslá, 3. sæti bogi, hringir og svifrá, og 2. sæti í fjölþraut.
Steinar Þór Harðarson, 4. þrep 12 ára og eldri, 6. sæti í fjölþraut.
Brynhildur Eva Kristinsdóttir, 5. þrep 10 ára, 21. sæti í fjölþraut.
Eva Elínbjört Guðjónsdóttir, 5. þrep 10 ára, 22. sæti í fjölþraut.
Hildur Sóley Káradóttir, 5. þrep 10 ára, 30. sæti í fjölþraut.
Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir, 5. þrep 10 ára, 39. sæti í fjölþraut.
Salome Kristín Haraldsdóttir, 5. þrep 10 ára, 41. sæti í fjölþraut.
Þórdís Lilja Ólafsdóttir, 4. þrep 13 ára, 2. sæti á tvíslá, og 8. sæti í fjölþraut.
Hrefna Lind Hannesdóttir, 5. þrep 9 ára, 6. sæti í fjölþraut.
Lára Dís Þórðardóttir, 5. þrep 9 ára, 11. sæti í fjölþraut.
Kolbrún Garðarsdóttir, 5. þrep 9 ára, 21. sæti í fjölþraut.
Hjördís Lilja Birgisdóttir, 5. þrep 9 ára, 29. sæti í fjölþraut.
Sigurlaug Birna Garðarsdóttir, 2. sæti tvíslá, og 9. sæti í fjölþraut.
Ellen Lana Kamban Gunnarsdóttir, 23. sæti í fjölþraut.
Sara Sigurðardóttir, 26. sæti í fjölþraut.
Aníta Ósk Hilmarsdóttir, 27. sæti í fjölþraut.
Birta María Róbertsdóttir, 29. sæti stökk.

Myndin sem fylgir fréttinni er af Brynhildi Gígju Ingvarsdóttur, Björk, sem varð Þrepameistari í 4. þrepi 11 ára.  Þjálfari hennar Hildur Ketilsdóttir fylgist vel með.

Sjá öll úrslit hér