Bikarmót pilta og stúlkna í 5. og 4. þrepi – Úrslit!

  • 1. mars, 2014

 Bikarmót pilta og stúlkna í 5. og 4. þrepi – Úrslit!

Bikarmótið í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans fór fram í dag.  Mótið var haldið samtímis í Íþróttamiðstöðinni Björk þar sem strákahlutinn fór fram og í Ásgarði í Garðabæ (Stjarnan) þar sem stelpuhlutinn fór fram.

Hjá piltunum fóru leikar þannig að Gerplustrákar sigruðu í báðum þrepum (4. og 5. þrepi).  Bjarkarpiltar urðu í 2. sæti í 5. þrepi og í því 3. í 4. þrepi, mjög flottur árangur það hjá strákunum.  Lið Fylkis varð í 3. sæti í 5. þrepi og Ármann hafnaði í 2. sæti í 4. þrepi.  Það er mjög ánægjulegt að segja frá því að samtals tóku 9 lið frá sjö félögum (Ármann, Björk, Gerpla, Keflavík, Akureyrir, Fylki og Gróttu) þátt í mótinu í 5. þrepi.  Það er því talsverð gróska í fimleikum pilta á Íslandi í dag.  Í 4. þrepinu voru 3 lið mætt til leiks. Keppendur í piltahluta mótsins voru því samtals um 90.

Stelpuhlutinn var talsvert stærri en samtals voru keppendur um 280 talsins.  Sigurvegarar í 5. þrepi voru stúlkurnar frá Ármanni og í 4. þrepi voru það Gerplustúlkur sem sigruðu.  Bjarkarstúlkur fengu verðlaun fyrir 5. sæti í liðakeppninni í 5. þrepi og í 4. þrepi urðu Bjarkarstúlkur í 6. sæti þar sem keppnin var mjög hörð og ekki munaði mörgum stigum á 3. og 6. sæti.

tn_500x_1957-0
Keppni stúlkna var skipt upp í A-liða keppni og B-liða keppni þar sem öll félög máttu senda eins mörg lið og þau vildu.  Samtals voru liðin 19 talsins í 5. þrepi (A-og B-lið) og í 4. þrepi var fjöldi liða 11.

 

 

 

Eftirfarandi eru úrslit:

5 þrep liðakeppni 

5 þrep gestir

4 þrep liðakeppni

4 þrep gestir

Keppendur frá Björk voru:

5. þrep pilta:  Ágúst Már Markússon, Benedikt Pétursson, Ísar Máni Ellertsson, Óskar Ísak Guðjónsson, Steindór Máni Auðunsson og Svavar Valsson.

4. þrep pilta:  Brynjar Ari Magnússon, Einar Dagur Blandon, Fannar Freyr Bergsson, Helgi Valur Ingólfsson, Steinar Þór Harðarson og Vigfús Haukur Hauksson.

5. þrep stúlkna, A-lið:  Brynhildur Eva Kristinsdóttir, Ellen Lana Kamban Gunnarsdóttir, Eva Elínbjört Guðjónsdóttir, Hildur Sóley Káradóttir, Hrefna Lind Hannesdóttir, Lára Dís Þórðardóttir, Sigurlaug Birna Garðarsdóttir og Kolbrún Garðarsdóttir.

5. þrep stúlkna, B-lið:  Aníta Ósk Hilmarsdóttir, Birta María Róbertsdóttir, Hjördís Lilja Birgisdóttir, Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir, María Mist Arnarsdóttir, Ragnheiður Arna Torfadóttir, Sara Sigurðardóttir og Tara Viktoría Alexdóttir.

4. þrep stúlkna:  Bergþóra Karen Jónasdóttir, Birta Líf Hannesdóttir, Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir, Guðlaug Hrefna Steinsdóttir, Helena Hauksdóttir, Karólína Lýðsdóttir, María Valgarðsdóttir og Þórdís Lilja Ólafsdóttir.

Myndin sem fylgir frétt er af Óskari Ísak Guðjónssyni og er tekin á umræddu móti.