Bjarkarstúlkur bikarmeistarar í 2. þrepi! – Bikarmót FSÍ

  • 10. mars, 2014

Bjarkarstúlkur bikarmeistarar í 2. þrepi! – Bikarmót FSÍ

Bikarmót Fimleikasambands Íslands (FSÍ) fór fram um liðna helgi í Versölum í Kópavogi.  Í þessum seinni hluta Bikarmóts var keppt í frjálsum æfingum, 1., 2. og 3. þrepi íslenska fimleikastigans.

tn_500x_1964-0Bjarkarstúlkur sigruðu með glæsibrag í 2. þrepi.  Liðið var skipað þeim Auði Láru Mei Sigurðardóttur, Guðnýju Björk Stefánsdóttur, Hildigunni Ýr Benediktsdóttur, Söru Mist Arnar og Vigdísi Pálmadóttur.

Keppendur frá Björk voru framarlega í flokki á flestum vígstöðum.  Í frjálsum æfingum urðu Bjarkarstúlkur í 3. sæti, rétt á eftir Ármanni en Bikarmeistarar urðu lið Gerplu.  Liðið frá Björk í frjálsum æfingum var skipað þeim Kristjönu Ýr Kristinsdóttur, Margréti Leu Kristinsdóttur, Nínu Maríu Guðnadóttur og Þóreyju Kristinsdóttur.

Bjarkarstúlkur komust einnig á verðlaunapall í 3. þrepi þar sem þær urðu í 3. sæti.  Í því liði voru þær Elín Ragnarsdóttir, Embla Guðmundsdóttir, Emelía Björt Sigurjónsdóttir, Freyja Sævarsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir og Ragna Dúa Þórsdóttir.

Björk var jafnframt með lið í 1. þrepi pilta og urðu þar í 2. sæti á eftir Ármenningum.  Mjög flottur árangur það hjá strákunum.  Lið piltanna var skipað þeim Breka Snorrasyni, Fannari Loga Hannessyni, Orra Geir Andréssyni, Stefáni Ingvarssyni og Þorsteini Hálfdánarsyni.

Öll úrslit hér

Myndin sem fylgir frétt er af Bjarkarstúlkum sem urðu bikarmeistarar í 2. þrepi og Bjarkarpiltum sem urðu í 2. sæti í 1. þrepi.