Stefán og Guðný Íslandsmeistarar – Íslandsmótið í þrepum

  • 23. mars, 2014

Stefán og Guðný Íslandsmeistarar – Íslandsmótið í þrepum

Stefán Ingvarsson og Guðný Björk Stefánsdóttir frá Björk, urðu í dag Íslandsmeistarar í þrepum á móti sem fram fór í Laugarbóli, fimleikahúsi Ármanns, fyrr í dag.  Á mótinu var keppt um fjóra Íslandsmeistaratitla þ.e. í 1. og 2. þrepi stúlkna og pilta, og féllu tveir þeirra í hendur Fimleikafélagsins Björk.  Glæsilegur árangur það.

Stefán keppti í 1. þrepi og háði harða baráttu um titilinn við þá Martin Bjarna Guðmundsson, Gerplu, og Aron Frey Axelsson, Ármanni.  Svo fór að lokum að Stefán stóð uppi sem sigurvegari en mjög litlu munaði á honum og Aroni.  Jafnframt þessu sigraði Stefán í sínum aldursflokki í 1. þrepi, 14 ára og eldri.  Íslandsmeistaratitill Stefáns er sögulegur að því leiti að þetta er í fyrsta sinn sem Björk eignast Íslandsmeistara í keppni í frjálsum æfingum pilta, en í 1. þrepi er keppt í frjálsum æfingum.tn_500x_1967-0

Guðný tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 2. þrepi með glæsilegri frammistöðu á jafnvægisslá og gólfi. Hún, líkt og Stefán, sigraði þar að auki í sínum aldursflokki í 2. þrepi, 13 ára og yngri.

Fleiri keppendur frá Björk stigu á verðlaunapall í dag.  Margrét Lea Kristinsdóttir varð í 2. sæti í 1. þrepi, 14 ára og yngri og Breki Snorrason varð í 3. sæti í 1. þrepi 13 ára og yngri.  Aðrir keppendur frá Björk voru þau:
Fannar Logi Hannesson, 1. þrep 13 ára og yngri, 5. sæti.
Orri Geir Andrésson, 1. þrep 13 ára og yngri, 4. sæti.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, 2. þrep 13 ára og yngri, 8. sæti.
Auður Lára Mei Sigurðardóttir, 2. þrep 13 ára og yngri, 5. sæti.
Sara Mist Arnar, 2. þrep 13 ára og yngri, 6. sæti.

Aðrir Íslandsmeistarar af mótinu urðu þau Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu, í 1. þrepi, og Bjarki Snær Smárason, Gerplu, í 2. þrepi.  Mótið var mjög skemmtilegt og vel framkvæmt af þeim Ármenningum.

Öll úrslit eru hér