Hin 4 fræknu með landsliðinu á NM!

  • 14. apríl, 2014

Hin 4 fræknu með landsliðinu á NM!

Þau Nína María Guðnadóttir, Kristjana Ýr Kristinsdóttir, Þórey Kristinsdóttir og Stefán Ingvarsson (sjá mynd, talið frá vinstri), öll frá Fimleikafélaginu Björk, eru nú á leiðinni á Norðurlandamótið í áhaldafimleikum sem fram fer nk fimmtudag og föstudag, í Halmstad í Svíðþjóð.

tn_500x_1974-0Tuttugu manna hópur sem skipar landslið Íslands mun taka þar þátt í keppni í flokki fullorðinna (seniors) og í flokki unglinga (juniors).  Við hjá Fimleikafélaginu Björk erum stolt af því að eiga þar fjóra fulltrúa (hin 4 fræknu).  Þau Nína María, Kristjana Ýr og Stefán keppa öll í unglingaflokki en Þórey í flokki fullorðinna.

Fimleikafélagið Björk óskar þeim og þjálfurum þeirra til hamingju með landsliðssætið og að sjálfsögðu góðs gengis á mótinu.