Margrét Lea Mílanómeistari!

  • 28. apríl, 2014

Margrét Lea Mílanómeistari!tn_500x_1980-0

Margrét Lea Kristinsdóttir varð Milanómeistari í stúlknaflokki í áhaldafimleikum á Mílanó meistaramótinu sem haldið var hjá Ármenningum á sunnudaginn.

Ásamt því að sigra í fjölþraut varð hún einnig í 1. sæti á stökki og á gólfi, og í 2. sæti á jafnvægisslá.  Sara Mist Arnar sem einnig keppti í stúlknaflokki hafnaði í 2. sæti á tvíslá.

Í unglingaflokki stóðu Bjarkarstúlkur sig einnig frábærlega.  Kristjana Ýr Kristinsdóttir hafnaði í 2. sæti og Nína María Guðnadóttir í 3. sæti í fjölþraut (af um 30 þátttakendum).  Kristjana sigraði einnig í æfingum á tvíslá og varð í 2. sæti á gólfi, og Nína María varð í 2. sæti á stökki og á tvíslá og í 3. sæti á jafnvægisslá.  Guðný Björk Stefánsdóttir keppti einnig í þessum flokki á tvíslá (23. sæti) og á jafnvægisslá (12. sæti).

Bronsverðlaunahafinn okkar frá því á Norðurlandamótinu fyrir nokkrum vikum, Þórey Kristinsdóttir, keppti í fullorðinsflokki á stökki (5. sæti) og á tvíslá (7. sæti).

Piltamegin voru 4 þátttakendur frá Björk.  Stefán Ingvarsson keppti í unglingaflokki og stóð sig frábærlega, hafnaði í 3. sæti í fjölþraut, auk þess sem hann varð í 2. sæti á bogahesti og 3. sæti í hringjum, tvíslá og svifrá.

Í drengjaflokki átti Björk þrjá fulltrúa, þ.e. Breki Snorrason (8. sæti í fjölþraut), Fannar Loga Hannesson (6. sæti í fjölþraut) og Orra Geir Andrésson (10. sæti í fjölþraut).

Myndin sem fylgir fréttinni er af þeim (frá vinstri) Kristjönu Ýr, Guðný Björk, Nínu Maríu og Margréti Leu.

Sjá öll úrslit af mótinu hér!

Einnig hægt að nálgast nánari fréttir og myndir af mótinu á Fésbókarsíðu félagsins, hér!