Norðurlandamót drengja haldið í Björkunum – Fannar Logi frá Björk í liðinu!

  • 2. maí, 2014

Norðurlandamót drengja haldið í Björkunum – Fannar Logi frá Björk í liðinu!

Norðurlandamót drengja í áhaldafimleikum (11-14 ára) fer fram í Íþróttamiðstöðinni Björk aðra helgi, 10. – 11. maí.  Keppendur koma frá Svíðþjóð, Danmörku, Finnlandi og Noregi, ásamt keppendum frá Íslandi.

The North Championchip for Youth (MAG) will be helt at Íþróttamiðstöðin Björk at the town of Hafnarfjörður (Reykjavík area) at Saturday to Sunday next week (10-11th of May).  Competitors from Sweden, Danmark, Finland, Norway and Iceland will take part in this competition.  The comptetition will start at 14.00 at Saturday with the all around team and individual competition and the final will start at 10.30 at Sunday.  Official web page for the competition (Facebook page) here, where all information (schedule, results, pictures, videos, and more) will be available.

Lið Íslands var kynnt í gær og þá kom í ljós að Fannar Logi Hannesson frá Björk var valinn til að keppa fyrir hönd Íslands á þessu móti.  Félagið óskar honum til hamingju með það en þetta er í fyrsta skipti sem Fannar Logi er valinn í landsliðið.  Aðrir piltar sem keppa fyrir hönd Íslands eru þeir Adam Elí Inguson (Ármanni), Aron Freyr Axelsson (Ármanni), Martin Bjarni Guðmundsson (Gerplu) og Jónas Ingi Þórisson (Ármanni).  Sjá frétt um landsliðsvalið á heimasíðu Fimleikasambands Íslands, hér!

Mótið hefst á laugardeginum (10. maí) kl. 14.00, og verður þá keppt í fjölþraut og í lok móts krýndir Norðurlandameistarar í einstaklings- og í liðakeppni.  Á sunnudeginum verður síðan keppt til úrslita á áhöldum og hefst keppnin kl. 10.30.

Aðgangseyrir að mótinu er kr. 1.500,-.  ALLIR VELKOMNIR!