Edda Sóley Bjarkarmeistari 2014 í hópfimleikum!

  • 4. maí, 2014

Edda Sóley Bjarkarmeistari 2014 í hópfimleikum!

Innanfélagsmót ársins í hópfimleikum fór fram í morgun.  Stúlkurnar úr MH kepptu þá í einstaklingskeppni á trampólínu og á stökkgólfi.  Mótið var fámennt en mjög skemmtilegt og ýmis glæsileg tilþrif litu dagsins ljós.

Bjarkarmeistari í hópfimleikum varð Edda Sóley Arnarsdóttir, í öðru sæti varð Arna Ýr Bergsdóttir og í þriðja sæti varð Embla Rán Andradóttir.

Sjá nánari úrslit af mótinu: http://www.fbjork.is/files/InnanfHopfim4maiUrslit.pdf