Martin Bjarni Norðurlandameistari á stökki – Norðurlandamót drengja í Björk

  • 11. maí, 2014

Martin Bjarni Norðurlandameistari á stökki – Norðurlandamót drengja í Björk

tn_500x_1988-0Martin Bjarni Guðmundsson frá Gerplu varð í dag Norðurlandameistari á stökki á Norðurlandamóti drengja sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni Björk í morgun.  Glæsilegur árangur það.  Íslenska liðið hafnaði í 4. sæti.

Norðmenn unnu nokkuð sannfærandi sigur í liðakeppninni, Finnar í öðru sæti og Svíar í því þriðja.  Danir ráku síðan lestina í 5. sæti.  Í einstaklingskeppninni sigraði Robert Kirmes frá Finnlandi.  Bestum árangri Íslensku keppendana í fjölþraut náði Martin Bjarni, 8. sæti, en samtals voru keppendur 25.

Fannar Logi Hannesson frá Björk var að keppa í fyrsta sinn með íslenska landsliðinu og stóð sig með stakri prýði.

Sjá hér úrslit: http://www.fbjork.is/files/Lag%20Resultatlista%20(16).pdf
Sjá einnig stökkin tvö hjá Martin Bjarna, sem tryggðu honum gullið, ásamt fleiri myndum og upplýsingum á formlegri heimasíðu mótsins: https://www.facebook.com/events/332907293501018/

Framkvæmd mótsins var í höndum Fimleikafélagsins Björk og gekk alveg frábærlega.  Þeir fjölmörgu sjálfboðaliðar (stjórn Fimleikadeildar, foreldrafélag og aðrir foreldrar) og starfsfólk sem þátt tóku í miklum undirbúningi og síðan framkvæmd mótsins eiga þakkir skyldar fyrir frábært starf.