Sumarnámskeið 2014! – Klifurnámskeið í ágúst!

  • 25. júní, 2014

Sumarnámskeið 2014! – Klifurnámskeið í ágúst!tn_500x_1990-0

Uppfært 25. júní:
Íþróttamiðstöðin Björk er lokuð í júlí og þar að leiðandi engin námskeið í gangi.  Næsta sumarnámskeið sem við bjóðum uppá er námskeið í klifri frá 11. – 15. ágúst.  Klifurnámskeiðin hjá okkur hafa verið m
jög vinsæl.

Skráning á námskeið hér (skráningarfrestur liðinn).

Sjá allar upplýsingar um sumarnámskeið  (pdf skjal): http://www.fbjork.is/files/SumarnamskeidBjork14(5jul).pdf

Vegna viðhalds í sölum Íþróttamiðstöðvarinnar höfum við því miður ekki tök á því að bjóða uppá fimleikanámskeið í ágúst eins og við höfum gert undanfarin ár.

Frá 15. maí:
Þá kynnum við loksins sumarnámskeið Fimleikafélagsins Björk.  Í júní bjóðum við uppá námskeið í fimleikum, hópfimleikum, klifri, Taekwondo og í parkor.  Skráning á námskeið hér að neðan.  Námskeið í ágúst verða kynnt hér á síðunni frá byrjun júní.

Við biðjumst afsökunar á því hve seint námskeiðin okkar eru kynnt en ástæðan er m.a. sú að í sumar munu verða framkvæmdir á gryfjum í sölum Íþróttamiðstöðvarinnar og skipulag þeim tengt var seint á ferðinni.  Vegna þessara framkvæmda getum við því miður ekki boðið uppá jafn mörg og fjöbreytt námskeið og undanfarin ár.