Alexandra og Catalin koma til starfa hjá Fimleikadeild í haust!

  • 7. júlí, 2014

Alexandra og Catalin koma til starfa hjá Fimleikadeild í haust!

Þau Alexandra Branzai og Catalin Chelbea koma til starfa hjá Fimleikadeild félagsins núna í haust.

Alexandra og Catalin koma frá Rúmeníu en hafa starfað hér á landi í nokkur ár, nú síðast hjá Stjörnunni í Garðabæ.  Bæði hafa þau háskólapróf í íþróttafræðum með fimleika sem sérhæfingu, auk þess sem Alexandra var sjálf keppandi á sínum yngri árum.  Alexandra þjálfaði hjá okkur í Björk fyrir nokkrum árum og þekkir því vel til félagsins, og við sömuleiðis til hennar.

Fimleikafélagið Björk bíður þau velkomin til starfa.

Myndin sem fylgir fréttinni er af þeim Alexöndru og Catalin (til hægri) ásamt Gutta framkvæmdarstjóra félagsins, við undirritun samnings.

tn_500x_2006-0