Fyrirtækjamót FSÍ – Bjarkarkeppendur stóðu sig vel!

  • 3. október, 2014

Fyrirtækjamót FSÍ – Bjarkarkeppendur stóðu sig vel!

Keppendur frá Björk stóðu sig vel á Fyrirtækjamóti FSÍ sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni Björk sl. laugardag.  Stefán Ingvarsson sem keppti í unglingaflokki sigraði í æfingum á gólfi og á svifrá.  Breki Snorrason sem keppti í drengjaflokki var einnig sigursæll og sigraði á bogahesti, hringjum og á stökki.  Orri Geir Andrésson fékk einnig gull á stökki í drengjaflokki.  Auk þessa unnu strákarnir til silfur og bronsverðlauna á nokkrum áhöldum.

Hjá stúlkunum sigraði Margrét Lea Kristinsdóttir (stúlknaflokki) á tvíslá og í gólfæfingum.  Systir hennar, Kristjana Ýr Kristinsdóttir (unglingaflokki), sigraði á tvíslá.  Nína María Guðnadóttir (unglingaflokki) hafnaði í öðru sæti á tvíslá, Guðný Björk Stefánsdóttir (unglingaflokki) keppti á tvíslá og varð í 10. sæti.  Sara Mist Arnar (stúlknaflokki) varð í 3. sæti á tvíslá og Vigdís Pálmadóttir hafnaði í 2. sæti á slá.

Óvenju fáir keppendur tóku þátt í þessu fyrsta móti vetrarins í frjálsum æfingum, eða 31 keppandi alls, þar af 23 stúlkur og 8 piltar.  Mótið fór vel fram í alla staði í traustri umsjón Fimleikafélagsins Björk.  Við þökkum öllum sjálfboðaliðum sem komu að framkvæmd mótsins kærlega fyrir veitta aðstoð.

tn_500x_2020-0Á myndinni sem fylgir fréttinni eru (talið frá vinstri efri röð): Hildur Ketilsdóttir þjálfari stúlkna, Stefán Ingvarsson, Kritjana Ýr, Nína María, Guðný Björk, Orri Geir, Breki, Jóhannes Níels Sigurðsson þjálfari stúlkna og Vladimir Zaytsev þjálfari pilta.  Sitjandi eru þær (frá vinstri):  Vigdís, Margrét Lea og Sara Mist.

27. sept.:

Fyrirtækjamót FSÍ fer fram í Íþróttamiðstöðinni Björk í dag laugardag.  Keppt er í frjálsum æfingum í flokki unglinga og fullorðinna, bæði hjá piltum og stúlkum.

Fyrirtækjamót FSÍ er fyrsta mótið í frjálsum æfingum á keppnistímabilinu og gefur gjarnan vísbendingar um það hverjir komi til með að berjast um titlana í vetur.  Keppendur hafa margir hverjir æft mikið og vel í sumar og eru gjarnan að prufa nýjar æfingar á þessu móti og gaman að fylgast með því.

Lifandi (LIVE) einkunnir á mótinu birtast hér (sjá Fyrirtækjamót): http://score.sporteventsystems.se/default.aspx

Mótið hefst kl. 12.00 og áætluð mótslok kl. 14.00.