Jólasýningar Fimleikadeildar

  • 13. desember, 2014

Jólasýningar Fimleikadeildar

tn_500x_2041-0Jólasýningar Fimleikadeildar fara fram mánudaginn 15. des. til miðvikudagsins 17. des.

Á mánudeginum og þriðjudeginum eru tvær sýningar báða dagana og hefst sú fyrri kl. 17.00 og sú síðari kl. 18.30.  Á miðvikudeginum er ein sýning sem hefst kl. 18.00.  Jólasýningar marka lok haustannar hjá öllum almennum hópum deildarinnar.  Iðkendur sýna hluta þess sem þeir hafa verið að æfa á önninni.

Sjá upplýsingar um sýningartíma hópa hér: https://docs.google.com/a/galleriutlit.is/file/d/0BwMMMjInV9WoV290U18weU54VkU/edit

Aðgangseyrir á sýningarnar er kr. 700,-, frítt fyrir 14 ára og yngri.  Allir velkomnir!