Bjarkarpiltar áberandi á verðlaunapöllum – Reykjavik International Games

  • 25. janúar, 2015

Bjarkarpiltar áberandi á verðlaunapöllum – Reykjavik International Games

Bjarkarpiltar voru mjög áberandi á verðlaunapöllum á Reykjavik International Games (RIG) mótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Ármanni í gær laugardag.

Mótið var ekki fjölmennt en keppendur komu frá þremur félögum þ.e. frá okkur í Björk, frá Ármanni og frá fimleikafélagi í Færeyjum.  Í kvennaflokki komu einnig keppendur frá Rússlandi, Gróttu og Stjörnunni, en stúlkur frá Björk tóku ekki þátt að þessu sinni.

Í flokki drengja (youth) röðuðu Bjarkarpiltar sér í þrjú efstu sætin í fjölþraut þar sem Breki Snorrason fékk gullverðlaun, Fannar Logi Hannesson fékk silfur og Orri Geir Andrésson fékk brons.  Glæsileg frammistaða hjá okkar ungu efnilegu piltum.  Í flokki unglinga (junior) hafnaði Bjarkarpilturinn Stefán Ingvarsson í 2. sæti í fjölþraut, rétt á eftir Aroni Frey Axelsyni frá Ármanni sem sigraði í þeim flokki.  Auk verðlauna í fjölþraut unnu strákarnir fjöldann allan af verðlaunum á einstökum áhöldum.

Í fullorðinsflokki karla sigraði Jón Sigurður Gunnarsson frá Ármanni og í fullorðinsflokki kvenna sigraði Irina Sazonova frá Rússlandi.  Gróttustúlkurnar Nanna Guðmundsdóttir (unglingaflokki) og Laufey Birna Jóhannsdóttir (stúlknaflokki) sigruðu í öðrum flokkum kvenna.

Öll úrslit af mótinu hér:http://score.sporteventsystems.se/Webresult.aspx?id=155

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Myndin sem fylgir fréttinni er af Bjarkarpiltum sem tóku þátt í mótinu ásamt þjálfara þeirra, Vladimir Zaytsev.