Björk með 4 af 9 fjölþrautartitlum – Þrepamót FSÍ 1.-3. þrep

  • 18. febrúar, 2015

Björk með 4 af 9 fjölþrautartitlum – Þrepamót FSÍ 1.-3. þrep

Seinni hluti Þrepamóts FSÍ fór fram um sl. helgi í glæsilegu fimleikahúsi Akureyringa.  Að þessu sinni var keppt í 1., 2. og 3. þrepi íslenska fimleikastigans.  Fyrri hluti mótsins fór fram fyrir tveimur vikum þegar keppt var í 4. og 5. þrepi pilta og stúlkna, sjá umfjöllun á fbjork.is um þau mót hér : http://www.fbjork.is/?i=12&expand=12&b=1,2052,News.html!  Þátttakendur á mótinu voru rúmlega 100 talsins og komu frá 8 félögum.  FIMAK á hrós skilið fyrir framkvæmd mótsins.

Eins og verið hefur undanfarin ár á Þrepamótum voru keppendur frá Fimleikafélaginu Björk sérstaklega áberandi á verðlaunapöllum og að þessu sinni vann félagið 4 af 9 fjölþrautartitlum sem í boði voru.  Þetta voru þau Breki Snorrason (1. þrep), Sara Mist Arnar (1. þrep 13 ára og yngri), Guðrún Edda Min Harðardóttir (2. þrep 12 ára og yngri) og Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir (3. þrep 12 ára).  Auk þess að vinna gull í fjölþraut fengu unnu þau einnig til verðlauna á áhöldum, Breki varð í 1. sæti á hringjum og 2. sæti á öllum hinum fimm áhöldunum, Brynhildur Gígja varð í 1. sæti á slá og í 2. sæti á tvíslá, Guðrún Edda í 1. sæti á slá, 2. á stökki og 3. sæti á tvíslá og gólfi, og Sara Mist varð í 1. sæti á tvíslá og á gólfi og í 2. sæti á slá.

Aðrir þátttakendur frá Björk sem öll stóðu sig frábærlega voru þau Orri Geir Andrésson (1. þrep, 1. sæti á gólfi, hringjum og á tvíslá, 3. sæti stökk og 3. sæti fjölþraut), Fannar Logi Hannesson (1. þrep, 2. sæti á bogahesti, 3. sæti á gólfi, stökki á svifrá, og 4. sæti fjölþraut), Helgi Valur Ingólfsson (3. þrep, 1. sæti svifrá, 2. sæti í hringjum og tvíslá, og 3. sæti fjölþraut), Vigfús Haukur Hauksson (3. þrep, 3. sæti tvíslá og 6. sæti fjölþraut), Einar Dagur Blandon (3. þrep, 7. sæti fjölþraut), Helena Hauksdóttir (3. þrep 11 ára, 2 sæti tvíslá, 4. sæti fjölþraut), Birta Líf Hannesdóttir (3. þrep 12 ára, 1. sæti tvíslá, 3. sæti stökk, 2. sæti fjölþraut), Karólína Lýðsdóttir (3. þrep 12 ára, 1. sæti gólf, 3. sæti tvíslá og slá, 3. sæti fjölþraut), Elín Ragnarsdóttir (3. þrep 13 ára og eldri, 2. sæti gólf, 6. sæti fjölþraut), Bergþóra Karen Jónasdóttir (3. þrep 13 ára og eldri, 3. sæti stökk, 9. sæti fjölþraut), Embla Guðmundsdóttir (2. þrep 12 ára og yngri, 2. sæti tvíslá, 3. sæti slá, 3. sæti fjölþraut), Freyja Sævarsdóttir (2. þrep 12 ára og yngri, 1. sæti tvíslá, 4. sæti fjölþraut), Ragna Dúa Þórsdóttir (2. þrep 13 ára og eldri, 11. sæti fjölþraut) og Auður Lára Mei Sigurðardóttir (1. þrep 13 ára og yngri, 3. sæti tvíslá, 3. sæti fjölþraut).

Öll úrslit af mótinu má sjá hér: http://score.sporteventsystems.se/default.aspx

Myndin sem fylgir frétt er af verðlaunahöfum í 3. þrepi 12 ára þar sem stúlkur frá Björk voru í fyrstu þremur sætunum (frá vinstri: Birta Líf, Brynhildur Gígja og Karólína, ásamt Silvíu Lorange frá Fylki).
tn_500x_2058-0