Bjarkarstúlkur efstar á palli – Byrjendamót Þórs í hópfimleikum

  • 4. mars, 2015

Bjarkarstúlkur efstar á palli – Byrjendamót Þórs í hópfimleikum

Stúlknalið frá Fimleikafélaginu Björk hafnaði í 1. sæti í samanlögðum árangri á Byrjendamóti Þórs í hópfimleikum sem haldið var í Þorlákshöfn sl. helgi.

Keppt var eftir 5. flokks reglum Fimleikasambands Íslands (FSÍ).  Auk þess að vinna til gullverðlauna í samanlögðu sigruðu þær einnig í æfingum á trampólíni, í dansi og höfnuðu síðan í 2. sæti á dýnu.  Auk þeirra tóku þátt á mótinu lið frá 5 öðrum félögum sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni í hópfimleikum.

Svo sannarlega efnilegar fimleikastúlkur hér á ferð og óskum við þeim og þjálfurum þeirra til hamingju með góðan árangur.

tn_500x_2061-0Meðfylgjandi mynd er af hópnum sem sigraði á mótinu, efri röð frá vinstri: Emilia Thea, Birta María, Ásbjörg Nína, Agnes Lára, Jóhanna Rakel og Sigríður Anna, og neðri röð frá vinstri: Petra Rut, Amanda Sif, Anika Rut, Dagbjört og Sóley Erl