Bikarmótið í fimleikum haldið í Björk næstu helgi.

  • 6. mars, 2015

Bikarmótið í fimleikum haldið í Björk næstu helgi!

tn_500x_2062-0Núna um helgina, 7.-8. mars, fer fram Bikarmót Fimleikasambands Íslands (FSÍ) hjá okkur í Fimleikafélaginu Björk.  Piltar og stúlkur keppa í liðakeppni um sigur í frjálsum æfingum, og í 1., 2. og 3. þrepi íslenska Fimleikastigans.

Mótið er eitt það stærsta sem haldið er innanlands ár hvert og alltaf gaman að fylgjast með baráttu bestu fimleikafélaga landsins um bikarmeistaratitilinn.

Skipulag mótsins er þannig:
Laugardagur, fyrir hádegi, keppt í 1. og 2. þrepi, innmars kl. 9.40.
Laugardagur, eftir hádegi, keppt í frjálsum æfingum, innmars kl. 14.30.
Sunnudagur, fyrir og eftir hádegi, keppt í 3. þrepi, innmars kl. 9.40 og kl. 12.50 (seinni umferð).

Einkunnir af mótinu verða birtar beint á netinu á slóðinni, www.score.sporteventsystems.se.  Einnig verður hægt að fylgjast með á Facebook síðu FSÍ.

Aðgangseyrir kr. 1.000,-, frítt fyrir börn 14 ára og yngri.

Hvetjum alla áhugasama til að koma og horfa á besta fimleikafólk landsins leiða saman hesta sína.