Eldhressir gaurar á Innanfélagsmóti!

  • 20. apríl, 2015

tn_500x_2071-0Eldhressir gaurar tóku þátt í Innanfélagsmóti Fimleikadeildar síðastliðinn laugardag.  Strákarnir sem eru á aldrinum 9 til 12 ára æfa í hópunum Gaurar8 og Gaurar9+.  Strákarnir gerðu seríur á öllum áhöldunum og æfingar sem þeir hafa verið að gera á æfingum í vetur og dómari gaf þeim einkunnir.  Allir stóðu gaurarnir sig frábærlega og gaman fyrir þá að spreyta sig en margir þeirra voru að keppa í fyrsta sinn.

Í flokknum Gaurar9+ hafnaði Kristófer Kári Þorsteinsson í 1. sæti, Pétur Már Jónasson og 2. sæti, Hrafn Ingi Schmidt í 3. sæti, Fannar karl Atlason í 4. sæti og Kristján Hrafn Ágústsson í 5. sæti.

Í flokknum Gaurar8 var það Miles Cian Burabod Gomez sem hafnaði í 1. sæti, Magnús Kárason í 2. sæti, Hilmir Ágústsson í 3. sæti, Stefán Máni Kárason í 4. sæti og dagur Orri Vilhjálmsson í því 5.

Myndin er af hópnum eftir mót.  Með þeim á myndinni er einn af þjálfurum gaurahópa, Benedikt Arnar Bollason.  Fleiri myndir af Gaurum og öðrum þátttakendum á Innanfélagsmóti félagsins munu birtast á Facebókarsíðu félagsins á næstu dögum.